Sjóðir IMF að tæmast?

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - þar hann að fara að …
Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - þar hann að fara að prenta peninga? Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur í fleiri horn að líta en það íslenska um þessar mundir. Listinn hefur ríki sem þarfnast aðstoðar, er stöðugt að lengjast því að lönd í A-Evrópu, S-Ameríku, Afríku og hluta Asíu eru  farin að horfa vonararaugum til sjóðsins. Er nú vaxandi ótti um að sjóðurinn kunni að verða fjárvana og því að leita á náðir skattborgara hinna auðugri ríkja í hinum vestræna heimi, eða hreinlega grípa til þess ráðs að prenta peninga sem sjóðnum er strangt til tekið heimilt að gera. Gordon Brown hefur hvatt Kína og Persaflóaríkin að koma í auknum mæli að fjáröflun sjóðsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sagður nú þegar hafa skuldbundið um fjórðung þeirra 200 milljarða dala sem hann hefur úr að spila - með lánum til Íslands (2 milljarðar dala) og Úkraínu (16,5 m. dala) meðan viðræður standa yfir um lán til Pakistan (14,5 m. dala), Ungverjalands (10 m. dala), sem og til Hvíta-Rússlands og Serbíu um lán fyrir ótilgreindar fjárhæðir.

Sérfræðingar telja þó að vinna starfsmanna sjóðsins vegna ríkja á Balkanskaganum allt til Tyrklands sé rétt að byrja. Þegar þarfir allra landanna á þessu svæði hafi verið metnar megi ætla að fljótlega verði heildar fjárhæðin komin í 500-600 milljarða dala og það sé meira en sjóðurinn ráði við í stöðunni. „Sjóðurinn kann því fljótlega að fara að kalla eftir viðbótarfé frá Vesturlöndum,“ segir einn sérfræðinganna.

Við þetta bætist að Rússland, Mexíkó, Brasilía og Indland hafa samtals varið um 75 milljörðum dala af sjóðum sínum undanfarið til að verja gjaldmiðla sína, og S-Kórea er þessa stundina að glíma við alvarlega bresti í bankakerfi landsins.

Sjóðurinn er að öllu athuguðu sagður of lítill til að mæta þörf hinna stærri nýmarkaðslanda fyrir lausafé. Þar sé ástandið víða mjög viðkvæmt og hætta á sveiflum miklar en og sá megi á brasilíska real-num.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur undir stjórn Dominique Strauss-Kahn valdheimildir til að afla sér fjár með útgáfu AAA skuldabréfa í eigin nafni. Sjóðurinn hefur aldrei gripið til þessa ráðs hingað til heldur fremur leitað beinna framlaga í innlánsformi hjá aðildarríkjum sínum.

Eins konar lokaúrræði er síðan að prenta peninga með útgáfu SDR, sérstakra yfirdráttarheimilda, þar sem sjóðurinn kemur fram sem eins konar seðlabanki heimsins. Til þessa ráðs var gripið skamma hríð eftir fall Sovétríkjanna en hefur aldrei beitt því sem kerfisbundnu tæki til að koma í veg fyrir kreppu á heimsvísu. Það kann þó að þurfa að breytast núna, segja sérfræðingarnir.

Brown horfir til Kína og Persaflóaríkja

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands,  lét hafa eftir sér í gær að hann vildi sjá Kína og olíuríkin við Persaflóa bjóða fram fé til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að aðstoða þau ríki sem ættu nú í mestum erfiðleikum í fjármálakreppunni. Eðlilegast sé að ríkin sem hafi úr mestu að spila leggi mest af mörkum til björgunaraðgerðanna,

Brown boðaði að hann myndi fara á fund leiðtoga Persaflóaríkjanna um helgina og eiga símaviðtal við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, síðar í vikunni.

Brown segir ljóst að þurfa muni umtalsvert meira fé í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en þá 200-250 milljarða punda sem sem þar hafi verið lagðir til hliðar til aðstoðar ríkjum í nauð. Hann útilokaði ekki frekari framlög frá Bretum en sagði eðlilegt að best stæðu ríkin tækju nú forystuna í að afla sjóðnum fjár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK