Botni kreppunnar ekki náð

Fundarborð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Fundarborð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að alþjóðlega fjármálakreppan, sem nú ríkir, muni enn versna og ástandið muni ekki batna fyrr en árið 2010. Þá segir hann að sjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að leysa efnahagsvandamál allra þjóða sem þangað muni leita. 

„Það versta er enn eftir," segir Oliver Blanchard í viðtali við þýska blaðið  Finanz und Wirtschaft, „og það mun taka langan tíma þar til ástandið verður eðlilegt á ný."

Hann sagði að ekki væri að búast við hagvexti almennt í heiminum fyrr en 2010 og að minnsta kosti ár muni líða þar til fjármálamarkaðir komast í eðlilegt horf. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hét því á föstudag að koma Lettlandi til aðstoðar. Stjórn sjóðsins hefur þegar samþykkt að veita Íslandi, Ungverjalandi, Úkraínu, Serbíu og Pakistan lánafyrirgreiðslu. Hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varið um 20% af 250 milljarða dala sjóði á undanförnum hálfum mánuði til þessara nota. 

Blanchard hvetur einnig alþjóðlega seðlabanka um heim allan til að lækka vexti þannig að þeir verði eins nálægt núlli og mögulegt er.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK