Ákvörðun tekin um sölu Kaupþings í Lúxemborg eftir viku

Frá fundi, sem Yves Leterme átti með viðskiptavinum Kaupþings í …
Frá fundi, sem Yves Leterme átti með viðskiptavinum Kaupþings í Brussel í síðustu viku. Reuters

Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, sagði í dag að viðræður stæðu yfir við ákveðinn aðila um hugsanleg kaup á starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Sagði hann að endanleg ákvörðun yrði tekin næsta föstudag, 5. desember.

Leterme sagði á blaðamannafundi, að alvarlegar viðræður stæðu yfir  en 3-4 aðrir aðilar hefðu lýst yfir áhuga á viðræðum um kaup á rekstri Kaupþings í Belgíu en bankinn í Lúxemborg var með útibú í Belgíu og Hollandi. 

Belgískt blað segir, að meðal þeirra, sem rætt hafi verið við, sé  Keytrade Bank, dótturfélag franska bankans Credit Agricole. Reikningar belgískra viðskiptavina Kaupþings voru frystir þegar íslenska fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur móðurfélagsins á Íslandi í október.  

Leterme sagði, að 5 þúsund belgískir viðskiptavinir Kaupþings myndu fá allt að 20 þúsund evra inneignir greiddar á mánudag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK