Flestir framkvæmdastjórar bankanna ætla í mál

Flestir framkvæmdastjórar Gamla Glitnis og Kaupþings sem sagt var upp í kjölfar bankahrunsins ætla í mál við bankana vegna vangoldinna launa. Fulltrúar skiptaráðenda bankanna telja að framkvæmdastjórarnir eigi ekki rétt á kröfum í þrotabú bankanna. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV ætla þeir framkvæmdastjórar sem ekki hafa fengið sinn uppsagnarfrest greiddan að höfða prófmál á hendur gömlu bönkunum til þess að freista þess að fá laun sín greidd. Það gæti hins vegar tekið sinn tíma því lögsóknir gegn þrotabúum bankanna eru óheimilar næstu tvö ár.

Fulltrúar skiptaráðenda gamla Glitnis og Kaupþings hafa nú ákveðið að næstráðendur í bönkunum eða flest allir framkvæmdastjórar eigi ekki forgangskröfur í þrotabú gömlu bankanna. Þeir fá því ekki uppsagnarfrest sinn greiddan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK