Knúinn til að hætta sem stjórnarformaður Byrs

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs, hefur tilkynnt stjórn Byrs, að hann sjái sig knúinn til að láta tímabundið af stjórnarstörfum fyrir sparisjóðinn fram að næsta aðalfundi hans.  Við stjórnarformennsku Jóns Þorsteins tekur Jón Kristjánsson sem verið hefur varaformaður stjórnar Byrs.
 
Í tilkynningu Jóns Þorsteins til stjórnar sparisjóðsins, segir um ástæðu þessarar ákvörðunar, að félög nátengd honum standi nú í samningum við lánardrottna. Á meðan á því samningaferli standi, muni það krefjast allrar athygli hans og tíma og að hann telji af þeim sökum óheppilegt að starfa í stjórn fjármálafyrirtækis á sama tíma.
 
Jón Þorsteinn hefur verið stjórnarformaður sparisjóðsins frá árinu 2004. Áður hafði hann setið í stjórn hans frá árinu 2001 fyrir hönd fjárfestingafélagsins Saxhóls sem er annar stærsti hluthafinn í Byr með 7,5% hlut. Saxhóll er að mestu í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar svonefndu, afkomenda Jóns Júlíussonar sem stofnaði Nóatún árið 1960. Í október 2003 keypti Jón Helgi Guðmundsson Kaupás hf. og þar með talið allar verslanir Nóatúns og Krónunnar. 

Jón Þorsteinn situr í stjórn Teymis og samkvæmt vef Teymis er hann stjórnarformaður í fjárfestingafélaginu Saxhóli og situr í stjórnun fjölmargra félaga; m.a. Öryggismiðstöðvar Íslands, Smáralindar, Gasfélagsins, Ferðaskrifstofu Íslands og Andakletts.

Stærsti hluthafinn í Byr, samkvæmt vef sparisjóðsins er Imon, félag í eigu Magnúsar Ármann, sem á 7,7% hlut í Byr.

Stjórn Byrs lýsir í fréttatilkynningu fullu trausti á Jón Þorstein og þakkar honum samstarfið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK