Lögðu inn skömmu fyrir fall íslensku bankanna

Retuers

Stofnun, sem hefur eftirlit með breskum sveitarfélögum, segir að sjö sveitarfélög hafi lagt nærri 33 milljónir punda samtals, jafnvirði rúmlega 5,1 milljarðs króna, inn á reikninga íslenskra banka skömmu áður en bankarnir féllu í haust.

Sjónvarpsstöðin Sky News segir, að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu, að sveitarfélögin sjö hafi með þessu brotið gegn eigin reglum og reglum, að leggja ekki háar fjárhæðir inn á erlenda bankareikninga. Segir stofnunin, að sveitarfélögin hafi haldið áfram að fjárfesta hjá íslensku bönkunum eftir að lánshæfiseinkunn þeirra fór niður fyrir viðunandi mark.

Yfirmaður hjá einu sveitarfélagi opnaði ekki tölvupóst þar sem skýrt var frá breytingum á lánshæfiseinkunn, annað sveitarfélag studdist við úreltar upplýsingar og það þriðja braut reglur um hámarksinnistæður í einum banka.

Sveitarfélögin sjö lögðu inn á íslenska bankareikninga á tímabilinu frá 30. Þar af lagði eftirlaunasjóður Suður Yorkshire inn 10 milljónir punda á íslenskan reikning 2. október. Borgarráð Kent lagði tvívegis inn á slíka reikninga 1. og 2. október, samtals 8,3 milljónir punda. 

Alls áttu 127 sveitarfélög 954 milljónir punda inni á reikningum hjá Landsbankanum og Glitni þegar bankarnir féllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK