Ráðning hjá Glitni með vitund FME

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að FME líti ekki svo á að skilanefnd Glitnis hafi gefið stofnuninni langt nef með því að ráða Kristján Óskarsson í stöðu framkvæmdastjóra aðeins örfáum dögum eftir að FME sendi Kristjáni og þremur öðrum starfsmönnum skilanefnda bankanna bréf og tilkynnti þeim að starfskrafta þeirra væri ekki lengur þörf.

Auk Kristjáns er um að ræða þá Guðna Níels Kristjánssson, hjá skilanefnd Kaupþings, og Ársæl Hafsteinsson og Sigurjón Geirsson hjá skilanefnd Landsbankans. Allir voru þeir yfirmenn hjá bönkunum fyrir bankahrunið í haust.

„Við skipuðum fólkið í yfirstjórn skilanefndanna og við ákváðum að breyta þeirri samsetningu,“ segir Gunnar.

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að ráðning Kristjáns eftir að FME sagði honum upp störfum hafi verið óhjákvæmileg. „Eina ástæðan var sú, þegar FME sagði frá þessu, að þetta væri þeirra grundvallarafstaða, þá sagði ég við þá að mér þættu þetta afleitar fréttir. Kristján væri slíkur lykilmaður hjá [skilanefndinni] að ég yrði að fá að ráða hann áfram,“ segir Árni. „Þeir sögðu að þeir gerðu engar athugasemdir við það, það væri á mína ábyrgð,“ bætir hann við. Hann segir að Kristján sé lykilmaður í starfi sem miði að því að hámarka virði eignasafns Glitnis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK