Hagnaður Statoil þrefaldaðist

Helge Lund, forstjóri Statoil
Helge Lund, forstjóri Statoil SCANPIX NORWAY

Hagnaður norska orkufyrirtækisins Statoil þrefaldaðist á fyrsta ársfjórðungi og er hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu helsta skýringin auk aukinnar framleiðslu. Hagnaður Statoil nam 11,1 milljarða norskra króna, 240 milljörðum króna, samanborið við 3,7 milljarða norskra króna á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Hagnaður félagsins hefði orðið enn meiri ef hráefniskostnaður hefði ekki hækkað jafn mikið og raun ber vitni og eins hefur verið á gasi lækkað.

Norska ríkið á 67% hlut í Statoil. Stefnt er að fjárfestingum fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala í ár og eru yfirtökur ekki þar taldar með. Sala Statoil jókst um 14,2% á fyrsta ársfjórðungi og nam 128,7 milljörðum norskra króna.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK