Samdráttarskeiði lokið í Lettlandi

Samdráttarskeiðinu er lokið í Lettlandi ef marka má nýjar upplýsingar frá hagstofu landsins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur 0,3% í Lettlandi en landið er það ríki Evrópusambandsins sem varð einna verst úti í kreppunni.

Er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem hagvöxtur ríkir í Lettlandi eða síðan á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Á síðasta ári nam samdrátturinn 18% samanborið við árið á undan og er það mesta lægð sem mældist á milli ára í ríkjum ESB á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK