Vaxtakostnaður ofmetinn

Pétur Reimarsson hafnar vaxtaútreikningum Lárusar Blöndal.
Pétur Reimarsson hafnar vaxtaútreikningum Lárusar Blöndal. mbl.is/Kristinn

Útreikningar um hugsanlegan kostnað íslenska ríkisins, fari svo að það tapi dómsmáli um Icesave, sem birtust í Fréttablaðinu og RÚV í gær byggjast á röngum forsendum, að sögn Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns.

„Í fyrsta lagi er þar talað um að höfuðstóll kröfunnar sé um 1.050 milljarðar króna, en sú tala fæst væntanlega aðeins með því að taka með fjárhæðir umfram lögbundna innstæðutryggingu, sem er um 20.900 evrur. Þegar miðað er við lágmarksfjárhæðina eina, sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur miðað við í sínu áliti, er um 675 milljarða króna að ræða miðað við gengi krónunnar þegar kröfur í þrotabú Landsbankans voru festar.

Geri þeir skaðabótakröfu á hendur ríkinu verða þeir, íslenskum lögum samkvæmt, að gera það í íslenskum krónum og gilda um þá kröfu ákvæði laga um vexti og verðtryggingu. Krafa um vexti og greiðslu í erlendri mynt verður að byggjast á samningi eða sérstakri lagaheimild, sem er ljóslega ekki til staðar í þessu tilviki."

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Reimar hins vegar líklegustu niðurstöðu dómsmálsins vera þá að Íslendingar þurfi ekki að greiða neitt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK