Forseti ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu

Giulio Tremonti fjármálaráðherra Ítalíu og Silvio Berlusconi forsætisráðherra
Giulio Tremonti fjármálaráðherra Ítalíu og Silvio Berlusconi forsætisráðherra Reuters

Forseti Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, segir áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um stórfelldan niðurskurð í ríkisfjármálum gríðarlega mikilvæga fyrir allt evru-svæðið.

Van Rompuy segist styðja aðgerðir Ítala en hann ræddi við Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu í morgun.

Berlusconi ræddi í gær við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, og bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, sem bæði styðja aðgerðirnar. Hann mun síðar í dag ræða við forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy og fara yfir áætlunina.

Ríkisstjórn Ítalíu samþykkti á fundi sínum á föstudag áætlun sem hljóðar upp á 45,5 milljarða evra niðurskurð á árunum 2012 og 2013. Þetta þýðir að jafnvægi á að nást í ríkisfjármálum Ítalíu ári fyrr en áætlað var. Meðal annars verða skattar hækkaðir hjá hálaunafólki og skorið niður hjá héraðsstjórnum.

Áætlunin er gerð í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu hóf að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf á mánudaginn til þess að koma í veg fyrir að ávöxtun þeirra hækkaði enn meira en orðið var.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK