Aftur að samningaborðinu

AFP

Forsvarsmenn SAS-flugfélagsins og stéttarfélaga starfsmanna eru aftur sestir að samningaborðum en á miðnætti rennur út frestur til nauðasamninga við lánardrottna. Fyrir þann tíma þurfa samningsaðilar að ná samkomulagi um niðurskurð hjá fyrirtækinu sem mun hafa áhrif á alla starfsmenn.

Hugsanlegt er að fresturinn verði framlengdur, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Eftir miðnætti að dönskum tíma, eftir að fresturinn var runninn út, sagði upplýsingafulltrúi SAS að viðræður væru enn í gangi.

Forstjóri SAS í Noregi sagði fyrr í kvöld að um 50% líkur væru á því að það tækist að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti.

Danmarks Radio segir að andrúmsloftið sé léttara nú en fyrr í kvöld. „Við getum með ánægju staðfest að viðræður eru aftur hafnar. Við erum aftur farin að tala saman. Við höfum fengið tilboð frá stjórn fyrirtækisins til baka,“ segir Helge Thuesen, formaður stéttarfélags flugliða.

Hún segir að nú verði rætt við forsvarsmenn hinna stéttarfélaganna og farið yfir tilboðið.

Tveimur tímum áður en samningsfresturinn rann út sagði upplýsingafulltrúi SAS í Noregi við Aftenposten að flugfarþegar ættu ekki að þurfa að vaka fram að miðnætti til að athuga hvort flogið yrði á morgun. Hann segir að stefnt sé að því að flogið verði á morgun samkvæmt áætlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK