Líkur á björgun SAS eru 50%

Rekstrarvandi SAS er mikill.
Rekstrarvandi SAS er mikill. AFP

Stjórnendur flugfélagsins SAS eru nú í Stokkhólmi að funda með fulltrúum banka. Enn er fundað með fulltrúum starfsfólks í Kaupmannahöfn. Forstjóri SAS í Noregi segir 50% líkur á að hægt verði að bjarga félaginu frá gjaldþroti en hann fylgist grannt með viðræðunum í Kaupmannahöfn. Frestur til samninga rennur út á miðnætti.

Allir aðilar sem að málinu koma vinna nú í kappi við tímann. Í frétt Danmarks Radio segir að orðrómur um að slitnað hefði upp úr viðræðum fulltrúa SAS og starfsmanna hefði magnast í kvöld.

„Við erum enn að vinna að lausn,“ segir Trine Kromann-Mikkelsen, upplýsingafulltrúi SAS við Ritzau-fréttastofuna.

Samkvæmt heimildum DR vilja bankamenn í Stokkhólmi fá upplýsingar um gang viðræðnanna milli SAS og stéttarfélaga starfsfólksins.

Mikill munur er á kröfum flugmanna flugfélagsins SAS og forráðamanna fyrirtækisins um launakjör, en félagið hefur lýst því yfir að laun allra starfsmanna verði lækkuð og er það liður í áætlun fyrirtækisins um að halda velli.

Í frétt DR segir að starfsmenn hafi lagt fram nýtt tilboð í deilunni nú síðdegis.

Farþegar sem eiga pantað flug með félaginu eftir miðnættu eru uggandi. „Koma svo SAS, haldið þetta út. Við viljum fljúga með ykkur til Taílands. Gerið það að lifa þetta af,“ skrifar sænsk kona á Facebook-síðu SAS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK