Glæpamenn fundu skjól hjá HSBC

HSBC bankinn reyndist mörgum glæpamanninum vel
HSBC bankinn reyndist mörgum glæpamanninum vel EPA

Útibú HSBC bankans í Sviss faldi háar fjárhæðir fyrir fólk sem er grunað um alvarleg brot, þar á meðal eiturlyfjasölu, spillingu og peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skjölum sem Guardian hefur undir höndum.

Þrátt fyrir að heimilt hafi verið með lögum allt frá árinu 1998 að kanna nánar bakgrunn viðskiptavina sem mögulega tengjast þekktum spillingarmálum í Afríku, svo sem sölu blóðdemanta ofl. þá virðist það ekki hafa verið gert hjá HSBC í Sviss.

Meðal viðskiptavina bankans eru kenísku kaupsýslumennirnir Deepak Kamani og Anura Perera, en þeir áttu reikninga í bankanum þrátt fyrir að hafa tengst spillingarmálum sem fjallað hefur verið um opinberlega.

Sá sem rannsakaði spillingarmál þeim tengdum, John Githongo, þurfti að flýja land þar sem ráðherrar í Kenía veittu honum ekki stuðning. Hann sýndi fram á í skýrslu sem birt var árið 2006 að þeir hafi hagnast umtalsvert á viðskiptasamningum í kjölfar þess að hafa greitt stjórnmálamönnum í Kenía mútur.

Fjölmargir eru nefndir til sögunnar í frétt Guardian. Þar á meðal  spænski verktakinn Arturo del Tiempo Marques sem átti 19 reikninga hjá HSBC, alls 2,5 milljónir punda. Á sama tíma var hann uppvís að stórfelldu fíkniefnasmygli. Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm á Spáni fyrir smygl á meira en tonni af kókaíni. 

Auk hans virðast mexíkóskir eiturlyfjabarónar, austurevrópskir bankamenn og afrískir glæpamenn hafa verið stórir viðskiptavinir bankans.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK