Hafa ekki afskrifað skuldir United Silicon

Uppbygging í Helguvík.
Uppbygging í Helguvík. mbl.is

Reykjanesbær hefur hvorki afskrifað né fært niður skuldir United Silicon vegna gatnagerðargjalda sem nema nú um 170-180 milljónum króna. Þá eru engar skuldir tilkomnar vegna áforma Thorsil um að reisa kísilverksmiðju í Helguvík. 

Þetta staðfestir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í samtali við mbl.is. 

Greint hefur verið frá því að Reykja­nes­bær hafi fengið láns­lof­orð frá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að fjár­hæð um 3,6 millj­arða króna sem ger­i bæn­um kleift að end­ur­fjármagna skuld­ir Reykja­nes­hafn­ar. Hluti þeirra verði end­ur­fjármagnaður með veði í lóðum hafn­ar­inn­ar og sé sölu á lóðum ætlað að standa und­ir greiðslu þeirra lána.

„Það er ekki búið að afskrifa skuldir eða færa þær niður. Þeir skulda okkur gatnagerðagjöld, um 170-180 milljónir, og við lítum svo á að það verði greitt þegar endurskipulagningu er lokið,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í samtali við mbl.is, spurður um skuldir United Silicon gagnvart bænum. 

Hann segir jafnframt að engar skuldir séu tilkomnar vegna áforma Thorsil um að reisa kís­il­verk­smiðju í Helgu­vík. „Þegar þeir hafa fjármagnað verkefnið kemur fyrsta greiðsla og þá förum við í að staðsetja lóðina. Við höfum ekki ráðist í neinar framkvæmdir eða lagt út neinn kostnað hingað til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK