Regína Ósk í bleikum skóm

Íslenski hópurinn með þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk í broddi fylkingar steig fyrstur á svið í æfingum gærdagsins í Beogradska-höllinni í Belgrad. Samkvæmt Jónatani Garðarssyni, fararstjóra hópsins, gekk æfingin mjög vel en töluverður tími fór í að fínstilla ákveðna hluti í myndvinnslunni og mun upptökustjórinn hafa komið að máli við hópinn eftir æfinguna sem að sögn Jónatans er mjög sjaldgæft.

Að æfingu lokinni var haldinn blaðamannafundur þar sem þau Friðrik Ómar og Regína Ósk léku á als oddi og sungu meðal annars lagið með íslenskum texta. Grétar Örvarsson var svo spurður að því hvort hann hefði trú á framlagi Íslands í ár í ljósi reynslu hans af keppninni. Svaraði hann því til að hann hefði fulla trú bæði á laginu og atriðinu og að hann væri auk þess mjög stoltur af því að fá að vera hluti af því.

Háhælaðir skór Regínu Óskar vöktu töluverða athygli á æfingunni í gær enda skærbleikir og í stíl við neonbleikar línur í búningum söngvaranna. Friðrik Ómar varð hinsvegar bæði að sætta sig við svarta flatbotna skó og síðar buxur. Næsta æfing Eurobandsins í Beogradska fer fram á föstudaginn og þá kemur í ljós hvort einhverjar breytingar hafi verið gerðar á atriðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir