Sungið fyrir innihurðum

Sólheimar í Grímsnesi.
Sólheimar í Grímsnesi. mbl.is

„Það er núna verið að syngja fyrir innihurðunum, Halla Margrét Árnadóttir sópran, þessi engill, er að syngja í þriðja skipti fyrir okkur, fyrst söng hún fyrir mótatimbrinu, svo kom hún núna því hún vissi að við værum að safna fyrir innihurðunum,“ segir Kolbrún Karlsdóttir formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls.

Tónleikar til styrktar félaginu fara fram í Hjallakirkju í Kópavogi í kvöld. Halla Margrét og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar syngja, en stjórnandi er Smári Ólason og orgelleik annast Julian Edward Isaaacs. Á efnisskrá eru kirkjuleg tónverk og bænir úr óperum.

„Ef einhver vill fá eitthvað fallegt og gott í sálina sína og styrkja gott málefni í leiðinni er þetta tækifærið,“ segir Kolbrún en allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og aðgangseyrir rennur óskiptur til Bergmáls.

Félagið er að byggja upp aðstöðu á Sólheimum í Grímsnesi. Frá árinu 1995 hefur það boðið krabbameinssjúkum og langveiku fólki til vikudvalar tvisvar á ári þeim að kostnaðarlausu, fyrst í Hlíðardalsskóla í Ölfusi, en frá 1998 á Sólheimum í Grímsnesi. Þar hefur aðstaðan verið leigð en vegna vinsælda orlofsvikunnar ákvað Bergmál að byggja hús á staðnum.

Húsið er 560 fermetrar að stærð og sérhæft fyrir fólk sem eitthvað bjátar á hjá. Kolbrún segir bygginguna alla vera fjármagnaða með styrkjum og gjöfum, góðvilja og gæsku fólksins í landinu. Húsið er á lokasprettinum í byggingu og er stefnt að því að taka það í notkun næsta vor. „Auk þess að safna fé fyrir hurðunum erum við að safna iðnaðarmönnum núna sem geta lagt flísar,“ segir Kolbrún og hlær en hún segir að um sextíu sjálfboðaliðar hafi unnið að byggingunni fyrir þau í sumar sem leið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir