Vildi að Janet fengi börnin

Michael Jackson lést í síðustu viku
Michael Jackson lést í síðustu viku Reuters

Staðahæft er í fjölmiðlum í Bandaríkjunum að söngvarinn Michael Jackson hefði viljað að systir hans Janet Jackson tæki börn hans þrjú að sér að honum látnum.Söngvarinn lést í síðustu viku og í gær var móður hans Katherine sem er tæplega áttræð falið tímabundið foræði yfir börnunum, sem eru á aldrinum sjö til tólf ára. „Það gera allir ráð fyrir því að Katherine og Joe ali börnin upp en talið er að erfðaskrá Michael geti komið í veg fyrir það. Hann var staðráðinn í að börn hans myndu alast upp við betri aðstæður en hann gerði sjálfur. Michael hefði viljað að þau væru hjá Janet,” segir ónefndur heimildarmaður.

Jackson er sagður hafa útilokað föður sinn Joe Jackson í síðustu erfðaskránni sem hann gerði. Samkvæmt heimildum blaðsins Wall Street Journal verður erfðaskráin, sem var undirrituð árið 2002, lögð fyrir dómara í Los Angeles á fimmtudag.

Joe skipulagði, æfði og rak hljómsveitina Jackson 5 á árum áður en hana skipuðu Michael Jackson og fjórir bræður hans. Jackson sagði í sjálfsævisögu sinni, sem kom út 1988, að hann hefði aldrei skilið föður sinn. Joe hefði verið afar strangur og stundum barið hann ef honum mistókst á æfingum.

Joe lýsti því yfir í gær að hann og Katherine hefðu nú börn Michael í sinni umsjá og að þau hefðu félagsskap af öðrum börnum. „Við erum með börn þarna," sagði hann. „Lítil börn eins og þau eru. Þau hafa aldrei umgengist önnur börn. Þau eru hamingjusöm."

Katherine og Jackson eru skilin að borði og sæng en þó sögð verja miklum tíma saman.     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir