Björk á lista yfir áhrifamesta tónlistarfólkið

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/ALESSIA PIERDOMENICO

Hið virta tónlistartímarit Mojo hefur, með hjálp lesenda sinna, sett saman lista yfir 20 áhrifamestu tónlistarmenn síðustu 20 ára. Til tíðinda heyrir fyrir okkur Íslendinga, að Björk Guðmundsdóttir var valin á listann.

Björk situr í 13. sæti listans, fyrir ofan þekkta tónlistarmenn og hljómsveitir á borð við Amy Winehouse, Arctic Monkeys, Blur og Nick Drake. Efst á listanum er Radiohead, þar fyrir neðan er Bob Dylan og neðar á listanum má finna nöfn á borð við Johnny Cash, Kanye West, David Bowie og Nirvana.

Einstakur hljóðheimur, einstök rödd

Björk er sögð hafa þróað sinn einkennandi stíl með tónsmíðum sínum á vettvangi íslenskrar pönk- og síðar poppsenu. Sem liðsmaður sveitarinnar Sykurmolanna er sveitin sögð hafa náð forskoti á aðrar poppsveitir en að Björk hafi síðan skotist upp á stjörnuhimininn með sólóferli sínum, snemma á tíunda áratugnum.

Í umfjöllun Mojo segir að þá hafi Björk gert tónlist á eigin forsendum, djarfa og metnaðarfulla tónlist sem er breið í skírskotun sinni með tilliti til stefnu og tímabila.

Á þeim stalli er Björk sögð hafa verið á allar götur síðan og segir í umfjöllun Mojo að hún sé umfram allt sjálfstæð. Svo segir að hljóðheimur Bjarkar sé eitthvað sem ekki sé hægt að leika eftir, rödd hennar á sama tíma barnsleg og lifuð og algjörlega einstök. Þá segir að ný plata Bjarkar, sem gefin er út í þar til gerðu smáforriti, sé vitnisburður um það hvernig Björk er alltaf einu skrefi á undan öllum öðrum.

Listinn í heild:

  1. Radiohead
  2. Bob Dylan
  3. White Stripes
  4. Tom Waits
  5. David Bowie
  6. Johnny Cash
  7. Nirvana
  8. Nick Cave
  9. Jeff Buckley
  10. U2
  11. Kanye West
  12. Arcade Fire
  13. Björk
  14. Paul Weller
  15. Arctic Monkeys
  16. Amy Winehouse
  17. Arthur Russell
  18. Blur/Damon Albarn
  19. Nick Drake
  20. The Flaming Lips
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir