Tveir ungir menn í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkagruns í Danmörku

Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, gerir grein fyrir aðgerðum lögreglunnar …
Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, gerir grein fyrir aðgerðum lögreglunnar á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. AP

Tveir 21 árs gamlir karlmenn voru í dag úrskurðaðir í 27 daga gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn að kröfu lögreglunnar þar en mennirnir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir. Mennirnir verða í einangrun í 13 daga.

Alls voru átta manns handteknir í aðgerðum lögreglu í Kaupmannahöfn og nágrenni í nótt og morgun. Eru þeir allir af erlendum uppruna. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir sex mönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert