Leitað að skólastúlku á Bretlandi

Skólafélagar bresku stúlkunnar Shannon Matthews, sem saknað hefur verið í tvær vikur, hafa sagt lögreglu að hún hafi grátið daginn sem hún hvarf og sagt hún vildi ekki fara heim til sín. Ekkert hefur spurst til Shannon, sem er níu ára, frá því  hún skilaði sér ekki heim eftir sundtíma. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

„Það eru greinilegar vísbendingar um að hún hafi ekki viljað fara heim,” segir Andy Brennan, sem sér um rannsókn málsins. “Shannon hafði sagt það við marga daginn sem hún hvarf og einnig daginn áður.” Þá hafði Shannon skrifað á vegg í herbergi sínu í Dewsbury að hun vildi hitta föður sinn. Faðir hennar býr í nágrenni Dewsbury en Shannon mun ekki hafa hitt hann frá því síðasta sumar.

Lögregla vinnur nú m.a. að því að rannsaka tengsl fjölskyldu og vina foreldra stúlkunnar við þekkta glæpamenn. Þá hefur móðir hennar Karen lýst því yfir að hún telji hugsanlegt að einhver sem þekki fjölskylduna hafi numið Shannon á brott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert