Niðurstaða í Kaupmannahöfn

Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn að „veita athygli" því samkomulags, sem leiðtogar stórra þjóða gerðu með sér í gærkvöldi um markmið í loftslagsmálum. Segja sérfræðingar að þessi niðurstaða þýði að samkomulagið muni öðlast gildi.

„Ráðstefnan ákveður að veita Kaupmannahafnarsamkomulaginu frá 18. desember 2008 athygli," sagði Lars Løkke Rasmussen, forseti ráðstefnunnar á 10. tímanum í morgun og barði fundarhamri sínum í borðið til merkis um að þetta væri samþykkt.

„Skilningur minn er sá, að þetta veiti samkomulaginu nægilega sterka lagalega stöðu til að það öðlist gildi," sagði Alden Meyer, talsmaður samtaka bandarískra vísindamanna. 

Þessi niðurstaða þýðir, að sögn fréttaskýrenda, að hægt er að líta svo á að Kaupmannahafnarráðstefnan hafi ekki mistekist alfarið. Samkomulagið sé hins vegar opið og skuldbindi ekki ríki. Það sé nú undir einstökum ríkjum komið hvort þau vilja staðfesta samkomulagið eða ekki.

Hlé var gert á ráðstefnunni í morgun eftir 28 stunda samfelldan fund en þá var ljóst að hópur landa var andvígur samkomulaginu, sem Bandaríkin og fleiri ríki náðu í gærkvöldi.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, lýsti því yfir á ráðstefnunni í morgun, að ekki væri hægt að ná samkomulagi um yfirlýsingu ráðstefnunnar. Hann sagði við danska fjölmiðla í morgun, að nokkur ríki vildu ekki fallast á þann samkomulagstexta, sem fyrir liggur. Í þeirra hópi eru Venezúela, Bólivía, Ekvador, Súdan og Sádi-Arabía.

Þegar fundi var haldið áfram klukkan 9:30 að íslenskum tíma hafi hins vegar fengist niðurstaða. „Þeir fundu leið til að staðfesta samkomulagið sem þessi ríki féllust á að andmæla ekki," sagði  David Doniger, framkvæmdastjóri bandarískra náttúruverndarsamtaka.

Sumir ráðstefnugestir sváfu í sætum sínum í morgun eftur næturlangan …
Sumir ráðstefnugestir sváfu í sætum sínum í morgun eftur næturlangan fund. Reuters
Lars Løkke Rasmussen var syfjulegur í morgun.
Lars Løkke Rasmussen var syfjulegur í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert