Pútín: Snowden enn á flugvellinum

Vladímír Pútín forseti Rússland segir að Edward Snowden sé enn …
Vladímír Pútín forseti Rússland segir að Edward Snowden sé enn á flugvellinum í Moskvu. AFP

Vladimir Pútín forseti Rússlands segir að uppljóstrarinn Edward Snowden sé enn staddur á flugvellinum í Moskvu. Hann segir jafnframt að enginn samningur hafi verið gerður við Bandaríkjamenn um að framselja fyrrum CIA-manninn til heimalandsins.

Eins og fram hefur komið hefur Snowden enn ekki farið formlega inn fyrir rússnesk landamæri og því hafa yfirvöld þar í landi ekki lagalegar heimildir til þess að handtaka Snowden. Jafnframt er haft eftir Pútín að því fyrr sem Snowden yfirgæfi landið og veldi sér áfangastað því betra. Þá hafnar forsetinn samsærisröddum þess efnis að yfirvöld þar í landi ynnu með uppljóstraranum.

Rússneska fréttastofan Interfax sagði í gær að líkur væru á því að Snowden hefði þegar yfirgefið landið en hann kom ekki til flugs sem hann átti pantað til Kúbu í gær.

Fyrr í dag bað John Kerry utanríkisráðherra um að rússnesk yfirvöld myndu sýna stillingu og samþykkja framsal á Snowden. Ekki væri ætlunin að skapa úlfúð í samskiptum á milli ríkjanna.

Edward Snowden er enn á flugvellinum.
Edward Snowden er enn á flugvellinum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert