Gengur illa í baráttunni við talibana

Afganskar öryggissveitir undirbúa árás á talibana í Kunduz í dag.
Afganskar öryggissveitir undirbúa árás á talibana í Kunduz í dag. AFP

Talibanar hafa nú tryggt yfirráð sín í afgönsku borginni Kunduz enn frekar eftir að þeir náðu völdum í Bala Hisar virkinu sem stendur á hæð í borginni. Samkvæmt frétt BBC hefur barátta stjórnarhersins gegn talibönunum gert lítið gagn en herinn hefur m.a. fengið hjálp frá hersveitum Nato.

Eins og staðan er núna er flugvöllur borgarinnar eina höfuðvígi stjórnarhersins.

Talibanar réðust inn í borgina á mánudaginn og náðu yfirráðum yfir stórum hluta hennar. Það er stærsti sigur talibana síðan þeir misstu völd í Afganistan árið 2001.

Talibanarnir höfðu stefnt að virkinu í tvo daga. Mörg hundruð Afganar starfa í virkinu og liggja ekki upplýsingar fyrir um örlög þeirra.

Seint í gærkvöldi reyndu talibanarnir að ná yfirráðum yfir flugvellinum en þeir voru stöðvaðir með loftárásum Bandaríkjahers. Hörð átök standa enn yfir í borginni og á sjúkrahús borgarinnar erfitt með að sinna öllum þeim særðu í borginni.

Fyrri fréttir mbl.is:

Reyna að ná Kunduz á ný

Talibanar frelsuðu 500 fanga

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert