Hæðst að fórnarlömbum skjálftans

Charlie Hebdo.
Charlie Hebdo. Skjáskot af teikningunum

Teikning sem birt var í franska ádeiluritinu Charlie Hebdo í vikunni þar sem fórnarlömb jarðskjálftans á Ítalíu er sýndir sem lasagne hefur vakið hörð viðbrögð á Ítalíu. Þar syrgir þjóðin tæplega 300 manns sem fórust í skjálftanum í síðasta mánuði.

„Teikningarnar eru andstyggilegar,“ segir dómsmálaráðherra Ítalíu, Andrea Orlando, á sama tíma og margir lýsa yfir reiði á samfélagsmiðlum. Hann segist telja að það borgi sig ekki að tjá sig frekar um málið enda sé það sem blaðið sé að reyna. Að skapa deilur og fá þar með athygli. Yfirskrift teikninganna er: „Jarðskjálfti að hætti Ítala“.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert