Fordæma eldflaugaskot Norður-Kóreu

Öryggisráðið krefst þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu láti af frekari …
Öryggisráðið krefst þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu láti af frekari flugskeytatilraunum. AFP

Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmir harðlega nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu, en eldflaug var skotið frá höfuðborg landsins, Pyongyang, yfir Japan í gærkvöldi. Talið er að um sé að ræða svar stjórn­valda í Norður-Kór­eu við hertum refsiaðgerðum gegn land­inu af hálfu Sam­einuðu þjóðanna, sem samþykktar voru einróma í vikunni.

Í yfirlýsingu sem send var út fyrir skömmu segir að öryggisráðið fordæmi ­„mjög svo ögrandi“ eldflaugaskot Norður-Kóreu og er þess krafist að stjórnvöld í landinu láti af frekari flugskeytatilraunum. AFP greinir frá.

Frekari refsiaðgerða er ekki hótað í yfirlýsingunni en í vikunni samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hertar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, þær hörðustu sem hefur verið beitt.

Viðskiptaþving­an­irn­ar fela meðal ann­ars í sér tak­mark­an­ir á inn­flutn­ingi Norður-Kór­eu á olíu og al­gjört bann við út­flutn­ingi á vefnaðar­vör­um, í þeim til­gangi að svipta ríkið helstu tekju­lind­um og nauðsyn­legu fjár­magni til að halda áfram kjarn­orku- og eld­flauga­áætl­un sinni. Til­gang­ur­inn er einnig að reyna að auka samn­ings­vilja stjórn­valda í Norður-Kór­eu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert