Undantekningar frá sóttkví frá og með mánudegi

Búist er við því að bresk stjórnvöld kynni á morgun …
Búist er við því að bresk stjórnvöld kynni á morgun lista yfir þau ríki sem verða undanskilin sóttkví. AFP

Farþegar sem koma til Bretlands frá einhverjum tugum landa verða undanþegnir sóttkví við komuna til landsins frá og með mánudegi. Þetta herma heimildir BBC.

Núna þurfa ferðamenn, fyrir utan þá sem koma frá Írlandi, að fara í tveggja vikna sóttkví. Ríkisstjórn Bretlands hefur áður gefið í skyn að myndaðar verði loftbrýr við ákveðin lönd sem talin eru örugg. 

Fyrir helgi tilkynntu bresk stjórnvöld að önnur ríki yrðu flokkuð græn, appelsínugul eða rauð eftir þróun kórónuveirufaraldursins í hverju landi fyrir sig. Nú herma heimildir að „langur listi“ ríkja verður líklega birtur í lok vikunnar. Mögulegt er að allt að 75 lönd sem metin eru utan hááhættusvæðis verði undanþegin reglunni um tveggja vikna sóttkví. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert