14 daga sóttkví við komuna til Bretlands

Allir farþegar 6 ára og eldri þurfa að bera andlitsgrímur …
Allir farþegar 6 ára og eldri þurfa að bera andlitsgrímur á Heathrow. AFP

Farþegar til Bretlands þurfa nú að fylla út rafrænt form áður en haldið er af stað þar sem gefa þarf upp allar upplýsingar um ferðalagið, hvar farþegi verður í sóttkví og hvernig hægt er að ná í viðkomandi á meðan. 

Þá hvetja bresk stjórnvöld fólk eindregið til að hlaða niður rakningarappi NHS þegar það verður tilbúið. 

María Mjöll Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist vegna nýrra regla sem tóku gildi í Bretlandi í dag og að unnið sé að því að uppfæra ferðaráð á vef utanríkisráðuneytisins. Það sé hins vegar stórt verkefni þar sem fjölmörg lönd séu að breyta reglum sínum um þessar mundir.

María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins.
María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilkynningu frá sendiráði Íslands í London eru nánari upplýsingar vegna ferðalaga til Bretlands gefnar. Þar segir að hægt verði að fylla út rafræna formið a.m.k. 48 klukkustundum fyrir brottför og að ekki þurfi að fylla það út fyrir börn 18 ára og yngri ef þau eru í fygld með fullorðnum sem fyllir formið út og er í sóttkví á sama stað.

Allir 6 ára og eldri með grímu á Heathrow

Á þetta ekki um farþega sem fara í tengiflug án þess að yfirgefa flugvöllinn á milli. Þá er hægt að rjúfa sóttkví hvenær sem er á 14 daga tímabilinu til þess að fara úr landi, en þá þarf að fara beint úr sóttkví á flugvöll, lestarstöð eða höfn. 

Loks er minnt á nýjar reglur á Heathrow-flugfelli sem kveða á um að allir 6 ára og eldri þurfi að bera andlitsgrímur öllum stundum innan flugvallarins.

Undanþegnir reglum um sóttkví eru t.d. þeir sem koma til Bretlands á vegum stjórnvalda og öryggisþjónustu, bílstjórar flutningabíla og heilbrigðisstarfsmenn. Sektir vegna brota á nýjum reglum nema allt frá 100 pundum fyrir að fylla ekki út rafræna formið fyrir komuna til landsins til 1.000 punda fyrir að brjóta reglur um sóttkví.

Frétt BBC

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert