Myndband: Hlegið að utanríkisráðherra Rússa

Sergei Lavrov í Delí.
Sergei Lavrov í Delí. AFP/ Utanríkisráðuneyti Rússa

Hlegið var að rússneska utanríkisráðherranum, Sergei Lavrov, eftir að hann sagði að stríðið í Úkraínu hafi verið háð gegn Rússlandi á fundi G20-ríkjanna í gær.

BBC greinir frá.

Lavrov er staddur í Nýju Delí á Indlandi þar sem fundur G20-ríkjanna fer fram.

Einnig hélt Lavrov því fram að Rússar væru að reyna að stöðva stríðið, en Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra.

Atvikið má sjá í myndbandinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert