Ráðuneytin gerðu 195 skuldbindandi samninga árabilið 2006-2007

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ráðuneytin gerðu 195 skuldbindandi samninga árabilið 2006-2007 og er samningsfjárhæðin 94,1 milljarður króna. Styrkir sem veittir voru á árinu 2006 voru 1884 talsins að fjárhæð 3 milljarðar króna en alls voru styrkir upp á 3 milljónir króna eða hærri 179 talsins og var heildarfjárhæð þeirra 2,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í greinargerð Ríkisendurskoðunar „Skuldbindandi samningar ráðuneyta og styrkveitingar ríkissjóðs á árinu 2006".

Í greinargerðinni eru teknar saman upplýsingar um skuldbindandi samninga sem íslenska ríkið gerði árið 2006 við aðila utan kerfisins sem veita þriðja aðila þjónustu, fjölda þeirra og fjárhæðirnar sem þeir fela í sér.

Jafnframt er gerð grein fyrir því verklagi sem notað er við ákvörðun og eftirlit með samningunum. Að lokum setur Ríkisendurskoðun fram ábendingar sínar um æskilegt vinnulag í þessu samhengi.

Greinargerð Ríkisendurskoðunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert