Raflýsing um Þrengsli sett í umhverfismat

Fyrirhuguð raflýsing þjóðvegarins um Þrengsli til Þorlákshafnar er háð mati á umhverfisáhrifum, að því er fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar.

Orkuveita Reykjavíkur hyggst lýsa upp þjóðvegi 38 og 39 úr Svínahrauni, um Þrengsli og til Þorlákshafnar. Verða reistir um 450 tíu metra háir ljósastaurar á þessari leið sem er um 24 kílómetrar að lengd.

Sveitarfélagið, Vegagerðin og fleiri umsagnaraðilar töldu ekki þörf á að fram færi umhverfismat. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu byggist á því að um sé að ræða óvissu um hvaða áhrif framkvæmdin muni hafa. Sérstaklega eru nefnd neikvæð áhrif á umferðaröryggi miðað við núverandi aðstæður og sjónræn áhrif sem gera þurfi betri grein fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert