Leynifundir lögðu grunninn að ríkisstjórn

Davíð Oddsson heilsar Jóni Baldvini Hannibalssyni við hús staðarhaldarans í …
Davíð Oddsson heilsar Jóni Baldvini Hannibalssyni við hús staðarhaldarans í Viðey. mbl.is/Sverrir

Í nýrri grein Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda er farið ítarlega yfir átökin bak við tjöldin um EES-samninginn, leynifundi fyrir myndun Viðeyjarstjórnarinnar og afstöðu stjórnvalda og stjórnmálaflokka til aðildar að Evrópusambandinu (ESB).

Greinina er að finna í bókinni Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007. Í greininni er meðal annars greint frá þremur leynifundum milli forystumanna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks veturinn 1990-1991. Fundirnir lögðu grunninn að stjórnarmyndun flokkanna að loknum kosningum vorið 1991.

Á fundunum komu Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson því á framfæri við Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson að Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn að tryggja EES-samningnum brautargengi í ríkisstjórn. Einnig myndi flokkurinn falla frá þeirri kröfu sinni að koma á tvíhliða viðræðum við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál.

Forsetinn og EES-málið

Þá er í greininni farið ítarlega yfir afstöðu Vigdísar Finnbogadóttur forseta til EES-málsins og samskipti hennar við forystumenn stjórnarflokkanna um EES.

Fram kemur að forystumenn ríkisstjórnarinnar óttuðust að Vigdís myndi ekki skrifa undir EES-samninginn og ætluðu að rjúfa þing og boða til kosninga ef forsetinn ákvæði að skrifa ekki undir samninginn.

Sjálfstæðisflokkur og ESB

Í greininni er ennfremur farið ítarlega yfir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til aðildar að ESB. Fram kemur að Davíð Oddson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, hafi verið tilbúinn að skoða Evrópusambandsaðild eftir þingkosningar vorið 1991.

Þátttaskil urðu hins vegar varðandi afstöðu Davíðs og Sjálfstæðisflokksins til aðildar árið 1992.

Í hnotskurn
» Þrír leynifundir voru haldnir milli forystumanna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks veturinn 1990-1991. Þessir fundir lögðu grunninn að stjórnarmyndun árið 1991.
» Forystumenn ríkisstjórnarinnar óttuðust mjög að forseti myndi ekki skrifa undir EES-samninginn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert