Sendiherra kallaður á fund

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Golli

Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, kallaði sendiherra Bretlands hér á landi á sinn fund síðdegis vegna ummæla, sem Gordon Brown viðhafði um íslensk stjórnvöld í breskum sjónvarpsstöðvum í gær.

„Össur sagði við Sjónvarpið í kvöld að hann hefði tjáð sendiherranum að íslensk stjórnvöld væru undrandi á þessum ummælum Gordons Browns þar sem þau væru í andstöðu við það sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra, hefði farið á milli í samtali í dag.

Össur hafði eftir breska sendiherranum að það væri eindreginn vilji breskra stjórnvalda að leysa þetta mál með diplómatískum hætti. Sagðist Össur aðspurður telja hugsanlegt að samskiptaleysi milli breskra ráðuneyta væri ástæðan fyrir þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert