Framlög til sérstaks saksóknara hækki um 225 milljónir

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Golli

Lagt er til, í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, að tímabundin fjárheimild embætti sérstaks saksóknara hækki um 225 milljónir króna og verði samtals 275 milljónir. Embættið var stofnað með 50 milljóna kr. fjárheimild sl. vetur.

Gert er ráð fyrir að starfsmenn embættisins verði allt að 16 talsins, auk aðkeyptrar ráðgjafar.

Gengið hefur verið frá samningi við fyrrum saksóknarann Evu Joly, en 75 milljóna króna hækkun á fjárveitingu vegna hennar eru innifalin í heildarhækkuninni. 

Þá var samþykkt í ágúst sl. að ráðnir verði þrír sjálfstæðir saksóknarar til embættisins, til viðbótar við sérstaka saksóknarann. Áætluð viðbótargjöld vegna þeirra nema 30 milljónum kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert