Reikna með 200 milljóna halla

Árni Sigfússon bæjarstjóri
Árni Sigfússon bæjarstjóri

Áætlað er að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar verði í heild neikvæð um 200 milljónir króna í lok árs, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 57 milljóna hagnaði.

Endurskoðuð fjárhagsáætlun var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í dag. Breytingarnar helgast aðallega af því að 600 milljón króna tekjulækkun verður hjá bæjarsjóði þar sem atvinnutekjur hafa ekki skilað sér eins og reiknað var með.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að unnið sé að fjárhagsáætlun næsta árs og er miðað við að hún verði lögð fram síðar í þessum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert