Teitur Björn í framboð

Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson

Teitur Björn Einarsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri.

Teitur Björn Einarsson er 32 ára lögmaður. Hann ólst upp á Flateyri og býr og starfar í Reykjavík. Foreldrar hans eru Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkrunarfræðingur og Einar Oddur Kristjánsson heitinn, alþingismaður.

Teitur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og laganámi frá lagadeild Háskóla Íslands. Hann var formaður Orators, félags laganema, og gegndi einnig ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands. Að námi loknu starfaði Teitur hjá LOGOS lögmannsstofu.

Árin 2007-2011 var Teitur í forsvari fyrir fiskvinnslufyrirtækið Eyrarodda hf. á Flateyri og hóf svo störf hjá OPUS lögmönnum þar sem hann starfar nú. Teitur gegnir formennsku í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert