Vilja að forsetinn beiti sér gegn útgreiðslum

mbl.is

Hópur starfsmanna í fjármálageiranum fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær og hvatti hann til þess að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis yrðu samþykktir en stærstur hluti þeirra munu vera erlendir vogunarsjóðir sem upphaflega keyptu kröfurnar á lítið.

Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar sagði ennfremur að hópurinn óttaðist að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt úr þrotabúunum gæti grafið undan gjaldeyrisstöðu Íslands og valdið miklu tjóni á efnahagslífi þess.

Ekki kom fram í fréttinni hverjir skipa hópinn en hann mun ennfremur hafa lýst áhyggjum sínum á fundinum á þekkingarleysi íslenskra stjórnmálamanna á stöðu þessara mála og ennfremur furðað sig á því að mögulegt væri að greiða út slíkar upphæðir þrátt fyrir tilvist gjaldeyrishaftanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert