Vilja umhverfisvottun Vestfjarða

Frá Vestfjörðum.
Frá Vestfjörðum. mbl.is/Rax

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur lagt inn tillögu til sveitarstjórna á Vestfjörðum að sameiginlegri stefnu sveitarfélagana um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti, vegna umsóknar um umhverfisvottaða Vestfirði. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Til þess að Vestfirðir fái vottun þurfa öll sveitarfélögin að hafa sameiginlega umhverfisstefnu. Þess má geta að á Snæfellsnesi hafa fimm sveitarfélög tekið höndum saman um að fá vottun EarthCheck vottunarkerfisins (EC3) og er því í heild sinni vottað svæði, það fyrsta í Evrópu sem nær því markmiði samkvæmt frétt á BB.is.

Með vottunarkerfinu veita EC3 samfélögum ramma til þess að mæla frammistöðu sína og vinna að stöðugum úrbótum í umhverfis- og samfélagsmálum. 

Að sögn Línu Bjargar Tryggvadóttur hjá FV er verkefnið er komið vel á veg og búið er að skila öllum gögnum fyrir árið 2012 og EarthCheck hefur sent umsögn til baka vegna þess. Samþykkt sveitarfélagana á tillögunni er því síðasti liðurinn í ferlinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert