„Það er heilt hnífasett í kúnni“

Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar.
Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar. mbl.is/Kristinn

Á umferðarþingi Samgöngustofu í morgun hélt Guðbjörg Kristín Ludvígsdóttir læknir erindi sem bar nafnið „Búa fatlaðir við sama öryggi og aðrir í umferðinni?“ Guðbjörg starfar sem endurhæfingarlæknir á Landspítalanum Grensási og var ómyrk í máli um aðstæður fatlaðra farþega í umferðinni.

„Því miður er fólki í hjólastólum ekki tryggt nægilegt öryggi í umferðinni. Ég upplifi það stundum þannig að fatlaðir séu hreinlega ekki til á Íslandi. Ég veit hins vegar betur. Staðan er þannig að það vantar bílbelti og tilskilinn útbúnað í mjög marga bíla, bíla sem jafnvel hafa það eina hlutverk að flytja fólk í hjólastólum frá A til B.

Það er fólk í þessum hjólastólum. Um er að ræða foreldra okkar, systkini, börn, vini og vandamenn og við eigum að hugsa um öryggi þeirra. Einstaklingur sem situr í hjólastól getur haft margar ástæður fyrir því að vera bundinn við hann. Oft á tíðum er það vegna lömunar sem þýðir að hann getur ekki stillt sig af í stól eins og þeir sem ekki eru lamaðir,“ segir Guðbjörg og veltir upp einu dæmi um þetta.

Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól ...
Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól þrátt fyrir að þjónusta við þá sé þeirra eina hlutverk. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

„Það virðist vera sem öllum sé nákvæmlega sama“

„Ímyndið ykkur að þið séuð farþegi í bíl annars manns. Hann er svolítill glanni, tekur skarpar beygjur og bremsar mikið. Þið eruð þá alltaf að stilla ykkur af og laga ykkur í sætinu eftir aðstæðum hverju sinni. Lamaður einstaklingur getur ekki gert þetta, sem þýðir það að ef bíllinn fer yfir hraðahindrun eða tekur skarpa beygju þá getur viðkomandi dottið úr stólnum. Þetta er að gerast trekk í trekk í trekk, hér á Íslandi. Það virðist vera sem öllum sé alveg nákvæmlega sama. Bílstjórarnir breyta ekki hegðun sinni og þetta heldur bara áfram.

Hjólastólar eru jafn mismunandi og þeir eru margir því þeir eru gerðir til að þjóna þörfum hvers og eins. Bílstjórarnir þurfa þannig að kunna að festa hvern og einn stól á rétta staði. Því miður þarf sífellt að vera að laga hjólastóla eftir að þeir hafa verið festir vitlaust í bíla. Þá hafa sumir hjólastólar ekki bak sem nær lengra en upp á mjóbak. Ímyndið ykkur að vera í slíkum stól, í bíl sem er á fleygiferð. Hversu mikið högg þarf þá til að hafa alvarlegar afleiðingar á bakið? Og þá erum við ekki að tala um lamaðan einstakling, sem hefði ekki möguleika á að bregðast við slíkum aðstæðum.“

Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt ...
Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt kerfi var sett á laggirnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landlægur misskilningur um belti í hjólastólum

Guðbjörg segir það vera landlægan misskilning að belti hjólastóla virki einnig sem bílbelti. „Beltin eru til að festa einstaklinginn betur við sjálfan stólinn eða til að hagræða honum svo hann sitji betur í stólnum. Hér á landi halda margir að beltin í hjólastólnum séu bílbelti. Ég vil taka það fram að svo er ekki en þetta viðhorf sést einna best á því að árið 1982 var bílbeltisskylda leidd í lög en það var ekki fyrr en árið 2007 sem það var gert skylt að festa fólk í hjólastól með bílbelti,“ segir Guðbjörg og bendir á að enn skorti nauðsynlega regluverk fyrir flutninga með fólk í hjólastólum.

„Við höfum ekkert sem tryggir það að almennilega sé staðið að þessu og afleiðingarnar eru þær að það er fullt af bílum þarna úti, sem hafa þó þetta eina hlutverk, sem hafa hvorki bílbelti né aðrar veigamiklar öryggisráðstafanir fyrir fólk í hjólastólum. Það virðist bara vera allt í lagi.“

Bílbeltisleysi á ábyrgð farþegans

Hún sagði einnig frá samskiptum sínum við lögreglu um þessi mál, þar sem hún bað um athugun á öllum þeim bílum sem störfuðu við ferðaþjónustu fatlaðra. „Eftir þessa athugun var lögreglan alveg sammála mér um að eitthvað þyrfti að gera í þessum málum. Hins vegar kom í ljós dálítið vandamál en það er að ef lögreglan stöðvar bílinn og gerir athugasemd við bílbeltisleysi farþega í hjólastól, þá er það á ábyrgð farþegans ef hann er 15 ára og eldri,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta hljóti að koma spánskt fyrir sjónir.

„Um er að ræða þjónustu sem snýst um að flytja farþega og á að vera með öll tilskilin réttindi. Það eru ekki bílbelti í bílnum og bílstjórinn firrar sig ábyrgð. Á það þá að lenda á einstaklingnum í hjólastólnum að borga sektina? Þetta er ekki í lagi. En hvar stendur þá hnífurinn í kúnni?“ spurði Guðbjörg gesti umferðarþings.

„Í rauninni er bara heilt hnífasett í kúnni. Í fyrsta lagi er löggjöfin alls ekki nógu góð og það er brýnt að setja almennar reglur sem fjalla bara um flutning fatlaðra í bílum. Í öðru lagi þarf að fylgja því eftir og þá þarf eftirlitið að vera miklu strangara en það er í dag. Það þarf að taka þessa bíla út og sjá til þess að þetta sé í lagi. Bílstjórarnir þurfa einnig að fara á námskeið þar sem þeir læra hvernig á að festa fólkið niður og tryggja öryggi þeirra auk þess að fræðast um hvað felst í fötlun hvers og eins.“

Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð ...
Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð á því ef bíl þjónustunnar skortir bílbelti. mbl.is/Kristinn

„Þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum“

Hún beindi einnig tilmælum til fagfólks sem í auknum mæli þyrfti að passa upp á öryggi fólksins í bílunum. „Við þurfum að fræða fólk og segja því hverjar reglurnar eru. Þá eigum við ekki að hika við að segja fólki að hreinlega neita að fara um borð í bíla sem eru ekki með öryggi farþega í lagi. Í stuttu máli eiga allir farþegar í bíl að hafa bílbelti sama þótt sætið þeirra sé á hjólum eða ekki. Þetta er ekki flókið. Við þurfum að taka hausinn úr sandinum.“

Guðbjörg klykkti að lokum út með að huga skyldi að öryggi farþega hjá ferðaþjónustu fatlaðra. „Við þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum en það virðist vera það nýjasta sem ferðaþjónusta fatlaðra býður upp á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »

Lokanir svo klára megi malbikun

Í gær, 22:27 Þar sem ekki tókst af óviðráðanlegum ástæðum að klára malbikun á Hellisheiði sem ljúka átti í gær er stefnt að því að ljúka verkinu í kvöld og nótt. Meira »

Katalóninn sem kom inn úr hitanum

Í gær, 22:14 Jordi Pujolà starfaði árum saman sem fasteignasali í heimaborg sinni Barcelona þegar hann fann hjá sér þörf fyrir að breyta til og helga sig ritstörfum. Frá því hann fluttist til Íslands fyrir fjórum árum ásamt fjölskyldu sinni hefur hann skrifað tvær skáldsögur á spænsku þar sem Ísland er í brennidepli og notar hvert tækifæri til að kynna landið fyrir löndum sínum, m.a. heldur hann úti bloggi til gagns og gamans fyrir spænskumælandi túrista á Íslandi. Meira »

Mögulegt að skanna genamengi fósturs

Í gær, 22:02 Hægt verður í náinni framtíð að skima fyrir ýmsum gengöllum í fóstrum og í raun skanna allt genamengi ófædds barns með einu blóðsýni úr verðandi móður þess. Þessi tækni er í raun til staðar nú þegar og er notuð í löndunum í kringum okkur, meðal annars til að skima fyrir Downs-heilkenni. Meira »

Krónprinsinn fékk fyrirlestur hjá Völku

Í gær, 21:54 „Fyrir okkur sem erum tiltölulega ný þjóð í fiskeldi þá er mikilvægt að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í þessum geira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sem var á fiskeldisráðstefnu í Noregi þegar blaðamaður náði af henni tali. Meira »

Óvenjulegir viðburðir Menningarnætur

Í gær, 21:14 Á Menningarnótt verða yfir 300 viðburðir í boði og sumir þeirra eru óvenjulegri en aðrir. Svo virðist sem að nóg sé í boði fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir og á viðburðasíðu Menningarnætur má finna ýmsa falda gersema. Til að mynda er boðið uppá sýningu ljótra gjafa, sögu skópara og „annars konar flugeldasýningu“. Meira »

Meira sig en gert var ráð fyrir

Í gær, 21:28 „Við erum þarna að lenda í ófyrirséðum hlutum sem við áttum ekki von á. Það er meira sig í lóðinni en við áttum von á sem gerir það að verkum að við höfum ekki getað farið með skóflur í hana í sumar. En áformin eru að öðru leyti óbreytt. Þetta hliðrast bara til í tíma. Meira »

Lífæðin í ljósmyndabók

Í gær, 21:00 „Höfn í Hornafirði er byggðarlag sem á mikið undir því að sjávarútvegurinn gangi vel. Greinin er að því leytinu til lífæð samfélagsins og af því sprettur nafn bókarinnar,“ segir Hjalti Þór Vignisson hjá Skinney-Þinganesi hf. Meira »

Hissa á viðbrögðum Landspítala

Í gær, 20:50 Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur og formaður félags áhugafólks um Downs-heilkenni ræddi við Magasínið á K100 um mikilvægi umræðu um skimun eftir Downs-heilkenni þar sem hún gagnrýndi meðal annars viðbrögð Landspítala. Meira »

Afli strandveiðanna aldrei meiri

Í gær, 20:15 „Aflinn hefur aldrei verið meiri. Hann er núna 9.244 tonn og þar af er þorskur kominn í 8.800 tonn, sem er líka met, en þorskaflinn í fyrra endaði í 8.555 tonnum. Ég reikna með að hann fari alveg yfir 9.000 tonn núna.“ Meira »

Erum að festa hraðakstur í sessi

Í gær, 20:04 „Mér finnst þetta rosalega ljótt til að byrja með,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Pawel er ekki hrifinn af vegg sem rís nú milli Miklubrautar og Klambratúns en framkvæmdir hafa staðið yfir á Miklubraut í sumar. Meira »

Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Í gær, 19:50 Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þrír stórtónleikar. Tónlistar- og menningarhátíðin verður haldin í 22. skipti næstu Helgi í Reykjavík, þann 19. ágúst. Borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar. Meira »

Sex fá 100 þúsund krónur

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur upp á tæpa tvo milljarða króna gekk ekki út í Víkinga-lottói kvöldsins og sama á við um annan vinning upp á tæpar eitt hundrað milljónir króna og þriðja vinning upp á rúmar 3,6 milljónir. Jókervinningurinn upp á tvær milljónir fór ekki heldur neitt. Meira »

Halldór gefur ekki kost á sér

Í gær, 18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Enn í tjaldinu tveimur vikum síðar

Í gær, 19:33 Konan sem ákvað í byrjun ágúst að gista í tjaldi í Laugardalnum með syni sínum vegna húsnæðisskorts er enn í sama tjaldi, tveimur vikum síðar. Reykjavíkurborg hefur enn ekki tekist að leysa úr vanda hennar en það gæti þó gerst í lok þessarar viku. Meira »

Sjónvarpslaus júlí heyrir sögunni til

Í gær, 19:00 Nýlokinn júlímánuður var sá næststærsti í sögu Sjónvarps Símans frá upphafi og fjölgaði áskrifendum um helming frá sama mánuði í fyrra, auk þess sem áhorf jókst um 85%. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

Í gær, 18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Tölvuviðgerðir
UPPSETNING Á STÝRIKERFI Þjónustan felur í sér: Harður diskur er formataður...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...