„Það er heilt hnífasett í kúnni“

Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar.
Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar. mbl.is/Kristinn

Á umferðarþingi Samgöngustofu í morgun hélt Guðbjörg Kristín Ludvígsdóttir læknir erindi sem bar nafnið „Búa fatlaðir við sama öryggi og aðrir í umferðinni?“ Guðbjörg starfar sem endurhæfingarlæknir á Landspítalanum Grensási og var ómyrk í máli um aðstæður fatlaðra farþega í umferðinni.

„Því miður er fólki í hjólastólum ekki tryggt nægilegt öryggi í umferðinni. Ég upplifi það stundum þannig að fatlaðir séu hreinlega ekki til á Íslandi. Ég veit hins vegar betur. Staðan er þannig að það vantar bílbelti og tilskilinn útbúnað í mjög marga bíla, bíla sem jafnvel hafa það eina hlutverk að flytja fólk í hjólastólum frá A til B.

Það er fólk í þessum hjólastólum. Um er að ræða foreldra okkar, systkini, börn, vini og vandamenn og við eigum að hugsa um öryggi þeirra. Einstaklingur sem situr í hjólastól getur haft margar ástæður fyrir því að vera bundinn við hann. Oft á tíðum er það vegna lömunar sem þýðir að hann getur ekki stillt sig af í stól eins og þeir sem ekki eru lamaðir,“ segir Guðbjörg og veltir upp einu dæmi um þetta.

Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól ...
Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól þrátt fyrir að þjónusta við þá sé þeirra eina hlutverk. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

„Það virðist vera sem öllum sé nákvæmlega sama“

„Ímyndið ykkur að þið séuð farþegi í bíl annars manns. Hann er svolítill glanni, tekur skarpar beygjur og bremsar mikið. Þið eruð þá alltaf að stilla ykkur af og laga ykkur í sætinu eftir aðstæðum hverju sinni. Lamaður einstaklingur getur ekki gert þetta, sem þýðir það að ef bíllinn fer yfir hraðahindrun eða tekur skarpa beygju þá getur viðkomandi dottið úr stólnum. Þetta er að gerast trekk í trekk í trekk, hér á Íslandi. Það virðist vera sem öllum sé alveg nákvæmlega sama. Bílstjórarnir breyta ekki hegðun sinni og þetta heldur bara áfram.

Hjólastólar eru jafn mismunandi og þeir eru margir því þeir eru gerðir til að þjóna þörfum hvers og eins. Bílstjórarnir þurfa þannig að kunna að festa hvern og einn stól á rétta staði. Því miður þarf sífellt að vera að laga hjólastóla eftir að þeir hafa verið festir vitlaust í bíla. Þá hafa sumir hjólastólar ekki bak sem nær lengra en upp á mjóbak. Ímyndið ykkur að vera í slíkum stól, í bíl sem er á fleygiferð. Hversu mikið högg þarf þá til að hafa alvarlegar afleiðingar á bakið? Og þá erum við ekki að tala um lamaðan einstakling, sem hefði ekki möguleika á að bregðast við slíkum aðstæðum.“

Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt ...
Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt kerfi var sett á laggirnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landlægur misskilningur um belti í hjólastólum

Guðbjörg segir það vera landlægan misskilning að belti hjólastóla virki einnig sem bílbelti. „Beltin eru til að festa einstaklinginn betur við sjálfan stólinn eða til að hagræða honum svo hann sitji betur í stólnum. Hér á landi halda margir að beltin í hjólastólnum séu bílbelti. Ég vil taka það fram að svo er ekki en þetta viðhorf sést einna best á því að árið 1982 var bílbeltisskylda leidd í lög en það var ekki fyrr en árið 2007 sem það var gert skylt að festa fólk í hjólastól með bílbelti,“ segir Guðbjörg og bendir á að enn skorti nauðsynlega regluverk fyrir flutninga með fólk í hjólastólum.

„Við höfum ekkert sem tryggir það að almennilega sé staðið að þessu og afleiðingarnar eru þær að það er fullt af bílum þarna úti, sem hafa þó þetta eina hlutverk, sem hafa hvorki bílbelti né aðrar veigamiklar öryggisráðstafanir fyrir fólk í hjólastólum. Það virðist bara vera allt í lagi.“

Bílbeltisleysi á ábyrgð farþegans

Hún sagði einnig frá samskiptum sínum við lögreglu um þessi mál, þar sem hún bað um athugun á öllum þeim bílum sem störfuðu við ferðaþjónustu fatlaðra. „Eftir þessa athugun var lögreglan alveg sammála mér um að eitthvað þyrfti að gera í þessum málum. Hins vegar kom í ljós dálítið vandamál en það er að ef lögreglan stöðvar bílinn og gerir athugasemd við bílbeltisleysi farþega í hjólastól, þá er það á ábyrgð farþegans ef hann er 15 ára og eldri,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta hljóti að koma spánskt fyrir sjónir.

„Um er að ræða þjónustu sem snýst um að flytja farþega og á að vera með öll tilskilin réttindi. Það eru ekki bílbelti í bílnum og bílstjórinn firrar sig ábyrgð. Á það þá að lenda á einstaklingnum í hjólastólnum að borga sektina? Þetta er ekki í lagi. En hvar stendur þá hnífurinn í kúnni?“ spurði Guðbjörg gesti umferðarþings.

„Í rauninni er bara heilt hnífasett í kúnni. Í fyrsta lagi er löggjöfin alls ekki nógu góð og það er brýnt að setja almennar reglur sem fjalla bara um flutning fatlaðra í bílum. Í öðru lagi þarf að fylgja því eftir og þá þarf eftirlitið að vera miklu strangara en það er í dag. Það þarf að taka þessa bíla út og sjá til þess að þetta sé í lagi. Bílstjórarnir þurfa einnig að fara á námskeið þar sem þeir læra hvernig á að festa fólkið niður og tryggja öryggi þeirra auk þess að fræðast um hvað felst í fötlun hvers og eins.“

Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð ...
Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð á því ef bíl þjónustunnar skortir bílbelti. mbl.is/Kristinn

„Þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum“

Hún beindi einnig tilmælum til fagfólks sem í auknum mæli þyrfti að passa upp á öryggi fólksins í bílunum. „Við þurfum að fræða fólk og segja því hverjar reglurnar eru. Þá eigum við ekki að hika við að segja fólki að hreinlega neita að fara um borð í bíla sem eru ekki með öryggi farþega í lagi. Í stuttu máli eiga allir farþegar í bíl að hafa bílbelti sama þótt sætið þeirra sé á hjólum eða ekki. Þetta er ekki flókið. Við þurfum að taka hausinn úr sandinum.“

Guðbjörg klykkti að lokum út með að huga skyldi að öryggi farþega hjá ferðaþjónustu fatlaðra. „Við þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum en það virðist vera það nýjasta sem ferðaþjónusta fatlaðra býður upp á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Ráðist á barnshafandi konu í Sandgerði

17:44 Ráðist var á þungaða konu í Sandgerði nú undir kvöld en gerandinn ók ölvaður af vettvangi.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...