„Það er heilt hnífasett í kúnni“

Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar.
Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar. mbl.is/Kristinn

Á umferðarþingi Samgöngustofu í morgun hélt Guðbjörg Kristín Ludvígsdóttir læknir erindi sem bar nafnið „Búa fatlaðir við sama öryggi og aðrir í umferðinni?“ Guðbjörg starfar sem endurhæfingarlæknir á Landspítalanum Grensási og var ómyrk í máli um aðstæður fatlaðra farþega í umferðinni.

„Því miður er fólki í hjólastólum ekki tryggt nægilegt öryggi í umferðinni. Ég upplifi það stundum þannig að fatlaðir séu hreinlega ekki til á Íslandi. Ég veit hins vegar betur. Staðan er þannig að það vantar bílbelti og tilskilinn útbúnað í mjög marga bíla, bíla sem jafnvel hafa það eina hlutverk að flytja fólk í hjólastólum frá A til B.

Það er fólk í þessum hjólastólum. Um er að ræða foreldra okkar, systkini, börn, vini og vandamenn og við eigum að hugsa um öryggi þeirra. Einstaklingur sem situr í hjólastól getur haft margar ástæður fyrir því að vera bundinn við hann. Oft á tíðum er það vegna lömunar sem þýðir að hann getur ekki stillt sig af í stól eins og þeir sem ekki eru lamaðir,“ segir Guðbjörg og veltir upp einu dæmi um þetta.

Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól ...
Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól þrátt fyrir að þjónusta við þá sé þeirra eina hlutverk. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

„Það virðist vera sem öllum sé nákvæmlega sama“

„Ímyndið ykkur að þið séuð farþegi í bíl annars manns. Hann er svolítill glanni, tekur skarpar beygjur og bremsar mikið. Þið eruð þá alltaf að stilla ykkur af og laga ykkur í sætinu eftir aðstæðum hverju sinni. Lamaður einstaklingur getur ekki gert þetta, sem þýðir það að ef bíllinn fer yfir hraðahindrun eða tekur skarpa beygju þá getur viðkomandi dottið úr stólnum. Þetta er að gerast trekk í trekk í trekk, hér á Íslandi. Það virðist vera sem öllum sé alveg nákvæmlega sama. Bílstjórarnir breyta ekki hegðun sinni og þetta heldur bara áfram.

Hjólastólar eru jafn mismunandi og þeir eru margir því þeir eru gerðir til að þjóna þörfum hvers og eins. Bílstjórarnir þurfa þannig að kunna að festa hvern og einn stól á rétta staði. Því miður þarf sífellt að vera að laga hjólastóla eftir að þeir hafa verið festir vitlaust í bíla. Þá hafa sumir hjólastólar ekki bak sem nær lengra en upp á mjóbak. Ímyndið ykkur að vera í slíkum stól, í bíl sem er á fleygiferð. Hversu mikið högg þarf þá til að hafa alvarlegar afleiðingar á bakið? Og þá erum við ekki að tala um lamaðan einstakling, sem hefði ekki möguleika á að bregðast við slíkum aðstæðum.“

Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt ...
Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt kerfi var sett á laggirnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landlægur misskilningur um belti í hjólastólum

Guðbjörg segir það vera landlægan misskilning að belti hjólastóla virki einnig sem bílbelti. „Beltin eru til að festa einstaklinginn betur við sjálfan stólinn eða til að hagræða honum svo hann sitji betur í stólnum. Hér á landi halda margir að beltin í hjólastólnum séu bílbelti. Ég vil taka það fram að svo er ekki en þetta viðhorf sést einna best á því að árið 1982 var bílbeltisskylda leidd í lög en það var ekki fyrr en árið 2007 sem það var gert skylt að festa fólk í hjólastól með bílbelti,“ segir Guðbjörg og bendir á að enn skorti nauðsynlega regluverk fyrir flutninga með fólk í hjólastólum.

„Við höfum ekkert sem tryggir það að almennilega sé staðið að þessu og afleiðingarnar eru þær að það er fullt af bílum þarna úti, sem hafa þó þetta eina hlutverk, sem hafa hvorki bílbelti né aðrar veigamiklar öryggisráðstafanir fyrir fólk í hjólastólum. Það virðist bara vera allt í lagi.“

Bílbeltisleysi á ábyrgð farþegans

Hún sagði einnig frá samskiptum sínum við lögreglu um þessi mál, þar sem hún bað um athugun á öllum þeim bílum sem störfuðu við ferðaþjónustu fatlaðra. „Eftir þessa athugun var lögreglan alveg sammála mér um að eitthvað þyrfti að gera í þessum málum. Hins vegar kom í ljós dálítið vandamál en það er að ef lögreglan stöðvar bílinn og gerir athugasemd við bílbeltisleysi farþega í hjólastól, þá er það á ábyrgð farþegans ef hann er 15 ára og eldri,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta hljóti að koma spánskt fyrir sjónir.

„Um er að ræða þjónustu sem snýst um að flytja farþega og á að vera með öll tilskilin réttindi. Það eru ekki bílbelti í bílnum og bílstjórinn firrar sig ábyrgð. Á það þá að lenda á einstaklingnum í hjólastólnum að borga sektina? Þetta er ekki í lagi. En hvar stendur þá hnífurinn í kúnni?“ spurði Guðbjörg gesti umferðarþings.

„Í rauninni er bara heilt hnífasett í kúnni. Í fyrsta lagi er löggjöfin alls ekki nógu góð og það er brýnt að setja almennar reglur sem fjalla bara um flutning fatlaðra í bílum. Í öðru lagi þarf að fylgja því eftir og þá þarf eftirlitið að vera miklu strangara en það er í dag. Það þarf að taka þessa bíla út og sjá til þess að þetta sé í lagi. Bílstjórarnir þurfa einnig að fara á námskeið þar sem þeir læra hvernig á að festa fólkið niður og tryggja öryggi þeirra auk þess að fræðast um hvað felst í fötlun hvers og eins.“

Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð ...
Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð á því ef bíl þjónustunnar skortir bílbelti. mbl.is/Kristinn

„Þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum“

Hún beindi einnig tilmælum til fagfólks sem í auknum mæli þyrfti að passa upp á öryggi fólksins í bílunum. „Við þurfum að fræða fólk og segja því hverjar reglurnar eru. Þá eigum við ekki að hika við að segja fólki að hreinlega neita að fara um borð í bíla sem eru ekki með öryggi farþega í lagi. Í stuttu máli eiga allir farþegar í bíl að hafa bílbelti sama þótt sætið þeirra sé á hjólum eða ekki. Þetta er ekki flókið. Við þurfum að taka hausinn úr sandinum.“

Guðbjörg klykkti að lokum út með að huga skyldi að öryggi farþega hjá ferðaþjónustu fatlaðra. „Við þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum en það virðist vera það nýjasta sem ferðaþjónusta fatlaðra býður upp á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...