Allt að 23 stiga hiti fyrir austan

Frá sólinni á tjaldsvæðinu í Atlavík á Hallormsstað.
Frá sólinni á tjaldsvæðinu í Atlavík á Hallormsstað. Ljósmynd/Aðsend

Spáð er suðlægri átt, 3-10 metrum á sekúndu og dálítilli vætu í dag, en úrkomulítið verður seinnipartinn.

Víða verður léttskýjað á Norður- og Austurlandi en líkur eru á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti verður á bilinu 10 til 23 stig að deginum, hlýjast í innsveitum austanlands.

Vestlægari átt verður á morgun, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta en bjart austanlands og áfram líkur á síðdegisskúrum þar. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert