3.325 búnir að kjósa

Sex eru í framboð til embættis forseta Íslands.
Sex eru í framboð til embættis forseta Íslands.

3.325 hafa kosið í forsetakosningunum, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs stendur yfir. Nokkuð stöðugur straumur fólks er í Laugardalshöll þar sem kosið er í Reykjavík.

Bergþóra Sigmundsdóttir, hjá sýslumanninum í Reykjavík, segir að af þessum 3.325 sem búnir eru að kjósa á landinu öllu hafi 1.543 kosið í Reykjavík.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum embættis sýslumannsins í Reykjavík fer fram í Laugardalshöll. Opið verður alla daga fram til kosninga frá kl. 10:00–22:00.

Sjálfar forsetakosningarnar fara fram laugardaginn 30. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert