Hvað gerist eftir kosningar?

Jóhanna Sigurðardóttir gæti átt leið til Bessastaða strax á morgun.
Jóhanna Sigurðardóttir gæti átt leið til Bessastaða strax á morgun. mbl.is/Ómar

Margir spyrja sig þeirrar spurningar hvað taki við eftir kosningar, og skyldi engan undra. Miðað við nýjustu skoðanakannanir eru allar líkur á að núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sé fallin og að ný ríkisstjórn taki við völdum í Stjórnarráðinu.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um hvað við tekur segir, að það hafi ekki gerst síðan í kosningunum 1987 að sitjandi ríkisstjórn hafi fallið í kosningum. Þar áður hafði það nokkrum sinnum gerst frá því að viðreisnarstjórnin féll sumarið 1971.

Allt stefnir því í spennandi kosninganótt og útlit fyrir að þreifingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar hefjist á morgun, ef ekki strax í nótt eftir að meginlínur liggja fyrir. Haldi ríkisstjórnin ekki velli, eins og mestar líkur eru á, þá liggur fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og biðjast lausnar, jafnvel strax á morgun. Forsetinn mun þá biðja ríkisstjórn Jóhönnu að sitja áfram þar til ný hefur verið mynduð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert