Víðtækur Íslandsvefur á pólsku á Netinu

Áhugamenn um Ísland í Póllandi halda úti sérstökum Íslandsvef þar í landi og segja að þar sé um að ræða besta Íslandsvefinn á pólsku á Netinu. „Við elskum landið ykkar og viljum upplýsa Pólverja um fegurð Íslands. Við heimsækjum landið oft og lýsum hverjum leiðangri á síðunni,“ segir Jola Holband, ritstjóri vefjarins.

Auk almennra upplýsinga um Ísland og frásagnir úr ferðum aðstandenda hingað til lands flytur vefurinn fréttir frá Íslandi. „Pólverjar eru mjög áhugasamir um íslensk málefni. Það eru ekki að finna margar fréttir á ensku frá Íslandi og því verðum við að nota íslenskar heimildir. Af þeim sökum erum við að læra íslensku og þýðing frétta hjálpar okkur í náminu. Við njótum þessa og ykkar vefur er besta uppsprettan okkar,“ segir Holband í bréfi til Fréttavefjar Morgunblaðsins.

Pólski Íslandsvefurinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert