BMW prófar róttækan framvæng með hornum

BMW-bílarnir í Valencia í dag, Heidfeld innar en Marco Asmer …
BMW-bílarnir í Valencia í dag, Heidfeld innar en Marco Asmer til vinstri. reuters

Róttækur framvængur prýddi 2008-bíl BMW við bílprófanir í Valencia á Spáni í dag. Á honum voru flapsar sem minntu helst á horn er sveigðust um síðir aftur á bak og runnu saman við framtrjónu bílsins.

Vængurinn nýstárlegi var á bíl Nick Heidfelds. Til samanburðar hinum nýja væng var hefðbundinn vængur á hinum BMW-bílnum, sem Eistlendingurinn Marco Asmer ók.

Fór svo á endanum að sá gamli var hraðskreiðari þótt á honum væri ungur reynsluökumaður, ekki keppnisþór í formúlu-1.

Á 2008-bílnum prófar BMW einnig felgulok álíka þeim sem verið hafa á Ferraribílunum undanfarin tvö ár. Tæknistjórinn Willy Rampf segir ávinningin af því jafngilda allt að tveimur sekúndubrotum á hring.

Rampf segir lokin gera kælingu bremsanna skilvirkari og draga úr loftmótstöðu bílsins. Hann hafnar því alfarið að það jafngildi njósnum að herma eftir keppinauti.

Bílar bæði Toyota og Renault hafa verið að prófa sig áfram með samskonar felgulok á sínum bílum.

Heidfeld við bilaðan bíl sinn í miðri braut í dag.
Heidfeld við bilaðan bíl sinn í miðri braut í dag. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert