Reynt að bjarga Marussia

Marussia í síðasta móti sínu, rússneska kappakstrinum í Sotsjí.
Marussia í síðasta móti sínu, rússneska kappakstrinum í Sotsjí. mbl.is/afp

Ekki virðast öll sund lokuð fyrir því að Marussia snúi aftur til keppni í ár. Hermt er að nýir en ótilgreindir fjárfestar séu við það að semja um yfirtöku á þrotabúinu.

Vegna fjárhagsörðugleika og skuldaklafa gafst Marussia upp á keppni þegar enn voru þrjú mót eftir af vertíðinni 2014.

Liðsstjórinn John Booth sagði við BBC-útvarpið að viðræður við peningamenn séu vel á veg komnar þótt lokahnykkurinn sé enn eftir. Hvort sem hann er einn eða fleiri vildi Booth ekkert segja frá.

Vegna þessa hefur ráðgerðum tvennum uppboðum á búi Marussia verið slegið á frest. Bílar þess eru sagðir í Abu Dhabi þar sem lokamót vertíðarinnar fór fram, en þó kepptu þeir þar ekki.

Þá hefur Haas-liðið nýja þegar eignast starfsstöðina í Banbury í Englandi þar sem Marussia hafði aðsetur.

Gangi hins vegar samningar eftir myndi Marussia nota 2014-bíla til fyrstu móta alla vega en talið er að leyfi fengist auðveldlega til þess hjá Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA).

Vandinn sem blasir við Marussia er að liðið skuldar 47 milljónir dollara og vantar 25 milljónir til að geta árfam keypt vélar frá Ferrari.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert