Arnór skoraði í sigri Heerenveen

Arnór Smárason var á skotskónum í kvöld.
Arnór Smárason var á skotskónum í kvöld. mbl.is/hag

Arnór Smárason skoraði eitt marka Heerenveen þegar liðið sigraði Breda, 3:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Arnór, sem lék í fremstu víglínu hjá Heerenveen, kom liði sínu í 2:1 á 32. mínútu leiksins og þriðja markið kom síðan tíu mínútum fyrir leikslok. Með sigrinum komst Heerenveen uppfyrir PSV Eindhoven og í fjórða sæti deildarinnar. AZ Alkmaar er langefst með 56 stig, Twente er með 44, Ajax 42, Heerenveen 41 og PSV 38 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert