„Þetta er rétt að byrja

Sturla Ásgeirsson og samherjar hans í ÍR-liðinu.
Sturla Ásgeirsson og samherjar hans í ÍR-liðinu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

ÍR-ingar byrja leiktíðina í Olís-deild karla í handknattleik með látum en þeir unnu sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu FH-inga, 37:33, í Kaplakrika í gær.

„Það hefur gengið vel hingað til. Þetta var erfitt í dag. FH-ingarnir veittu okkur harða keppni. Það voru lélegar varnir í leiknum framan af en við vissum að ef við myndum ná að þétt vörn okkar þá ættum við góða möguleika á að vinna leikinn og það tókst,“ sagði hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson við mbl.is en hann var markahæstur sinna manna með 10 mörk.

„Við héldum að þetta væri kannski komið þegar við komust fimm mörkum yfir í byrjun seinni hálfleik en við vorum klaufar að hleypa FH-ingunum inn í leikinn. Það er frábært að byrja mótið á þremur sigurleikjum en þetta er rétt að byrja,“ sagði Sturla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert