Kom eins og kjarnorkusprengja

Helgi Magnússon sækir að körfu Stjörnunnar í Ásgarði.
Helgi Magnússon sækir að körfu Stjörnunnar í Ásgarði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landsliðsmaðurinn reyndi, Helgi Már Magnússon, kom KR til bjargar ef svo má segja þegar Íslandsmeistararnir voru í erfiðri stöðu á Selfossi í 10. umferð. KR var undir lengi vel gegn FSu en Helgi átti stóran þátt í því þegar KR sneri taflinu sér í vil í síðari hálfleik. Helgi skoraði 27 stig, tók 9 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og náði boltanum einu sinni.

Helgi nýtti skotin sín vel en hann hitti úr tíu af fimmtán í leiknum. Er hann leikmaður umferðinnar hjá Morgunblaðinu.

„Helgi kom okkur í gang þegar hann setti sjö stig í röð á kafla þar sem útlitið var sem svartast fyrir okkur. Hann kom okkur eiginlega af stað. Þegar Helgi var kominn í þennan gír þá leituðum við að honum í meiri mæli. Hann nýtti tækifærin vel,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, þegar Morgunblaðið spurði hann út í Helga.

Helgi hefur lítið getað beitt sér í haust vegna meiðsla og af þeim sökum kom þessi frammistaða hans ef til vill einhverjum á óvart. 

Nánar er rætt við Finn Frey um Helga Magnússon, leikmann umferðarinnar í Dominos-deildinni, í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert