Sonur LeBron í nýliðavalið

Bronny James í leik með USC.
Bronny James í leik með USC. AFP/DAVID BECKER

LeBron James Jr., betur þekktur sem Bronny James, mun gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta í júní. Faðir hans hefur látið hafa eftir sér að hann ætli sér að spila með syninum áður en hann hættir.

Shams Charania, blaðamaður á The Athletic og einn helsti sérfræðingur um NBA-deildina, greinir frá þessu á X-síðu sinni í dag.

Bronny varð fyrir áfalli á síðasta ári þegar hann hneig niður á æfingu vegna hjartavandamála en hefur náð fullri heilsu og fengið heimild til að skrá sig í nýliðavalið.

Bronny James leikur fyrir USC-háskólann í Los Angeles og hefur nýlokið fyrsta tímabili sínu þar en hann er á nítjánda aldursári. Los Angeles Lakers, lið Lebron eldri, á valrétt númer sautján í fyrstu umferð og aftur fimmtugasta og fimmta valrétt í annarri umferð en valréttirnir ganga kaupum og sölum milla liða í deildinni þannig að allt getur gerst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert