Sonur LeBron James hneig niður

Sonur körfuknattleiksstjörnunnar LeBron James lenti í hjartastoppi á æfingu.
Sonur körfuknattleiksstjörnunnar LeBron James lenti í hjartastoppi á æfingu. AFP

Sonur körfuknattleiksstjörnunnar LeBron James, Bronny, lenti í hjartastoppi á æfingu með háskólaliði sínu South Carolina. 

Á æfingu í gær hneig Bronny, sem er 18 ára gamall, skyndilega niður. Sjúkraliðar sáu um hann og fóru með hann á sjúkrahús þar sem hann var síðar lagður inn á gjörgæsludeild.

Ástand Bronny er stöðugt og er hann ekki lengur á gjörgæsludeildinni. 

„LeBron og Savannah, kona LeBrons og móðir Bronny, vilja þakka starfsfólki skólans, sjúkrahússins og samherjum Bronny fyrir ótrúlega vinnu og helgun við öryggi íþróttafólks síns,“ segir fjölskyldan í yfirlýsingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert